föstudagur, júní 27, 2003
Annars er ég að fara til læknis á mánudaginn og aftur stend ég frammi fyrir því að þurfa kannski að leggjast inná spítala :( Lyfin sem ég fékk virkuðu bara ekki neitt þannig að ég veit ekki hvað verður gert.
Annars er ég í viðtölum uppá reykjalundi og stendur til að ég fari þangað í byrjun næsta árs......nema einhverjir hætti við að fara og ég komist fyrr inn, sem ég vona eiginlega. Ég er í sjúkraþjálfun á næstum hverjum degi og þó það sé mjög fínt þá er aðstaðan náttúrulega miklu betri uppá reykjalundi.
Ég var að fá myndir að littlu systurbörnunum mínum og þau eru svo mikil krútt!!!! Mann langar bara til að klípa og bíta í kinnarnar og kyssa þau hátt og lágt!!! Ég fæ vonandi að sjá þau í persónu í haust þar sem systir mín og maðurinn hennar koma til landsins í mánaðar heimsókn. Hef ekki séð systur mína í mörg ár og það yrði alveg frábært að hitta þau öll.
Jæja held ég hafi ekki mikið að segja í bili.
þriðjudagur, júní 24, 2003
mánudagur, júní 23, 2003
Thu ert Will og Grace! Lif thitt getur verid daldid
snuid. Thu ert alveg ruglud/adur i thessum
stora heimi og vinir thinir eru allir klikk! En
hafdu ekki ahyggjur. Etta reeeddast.
hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla
laugardagur, júní 21, 2003
Ég er eitthvað svo löt við að blogga þessa dagana....reyndar ekkert sem er að gerast í mínu lífi.
Skemmtilegt spilakvöld á miðvikudaginn, Lilja kom og voru öll 3 Harry Potter spilin dregin fram og spiluð.
Get ekki beðið eftir að fá bókina!!!! hint hint Alda ;) Ég vil amerísku útgáfuna takk :) Finnst hún flottari í útliti en breska útgáfan.
Ég er að spila HOMM 3 ( Heroes of Might and Magic)þessa dagana og gengur það dúndur vel. Mig fer að vanta 4 leikinn!!! annað hint hint Alda :)
Jæja ég er farin að spila meira...fæ ekki nóg :)
þriðjudagur, júní 17, 2003
Nauðsynlegt að hafa hljóð á tölvunni og hlusta!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Annars eru sumarsólstöður 21.Júní og auglýsi ég þar hér svo engum verði á mín mistök seinasta ár!!!! Ég er náttúrlega geimvera svo það skal engan undra þegar ég byrjaði að fá kvíðahnút yfir að sólin settist ekki!!! Endalaust sólarlag í margar klukkustundir og kvíðin stigmagnaðist eftir því......ég nefnilega las í Nostradamus að byrjun pólskiptana væri hægt að þekkja meðal annars á því að sólin virtist ekki setjast í einhverjum heimshlutum og þar fram eftir götunum.
Ég hringdi hálfgrátandi í Öldu um 1 eða 2 leytið um nóttina (hún var sko á næturvakt) og lét hana vita að heimsendir væri í nánd, við myndum örugglega deyja þar sem Ísland myndir örugglega fara undir sjó og þá útskýrði hún að það væru sumarsólstöður og lengsti dagur ársins. Ég vissi af þessum degi en mundi ekki hvenær hann væri! Ég fór ánægð í háttinn eftir þetta. Daginn eftir fór ég á bókasafnið og náði mér í fleiri bækur með Nostradamus,framtíðarsýnum,stóri hnykkurinn og þar fram eftir götunum svo það myndi sko alveg örugglega ekki fara fram hjá mér þegar heimsendir yrði.
Annars held ég að ég þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, ég er geimvera og auðvitað hlýtur fjölskyldan mín að koma og bjarga mér og mínum á brott...gæti náttúrulega ekki skilið eftir þá sem mér þykir vænt um.
EN nóg um það.
Símon er soddan dúlla, hann er gleðigjafinn í lífinu :) Mútta var að sauma áðan á saumavélina og haldið þið ekki að littla krúttið hafi rifið sig upp úr rúmminu og komið fram að hjálpa henni :P Mútta mátti hafa sig alla við til að bjarga loppum og trýni þegar hann vildi athuga hvort nálin væri á réttum stað og ekki mátti gleyma þræðinum sem er svakalega spennandi og æðislegt að éta hann. Á endanum þurfti ég að fjarlæga littla dýrið og fara með inní herbergi og loka okkur þar inni svo mútta gæti klárað að sauma þar sem honum fannst hún ekki gera þetta rétt og vildi ólmur sýna henni fram á að hann færi miklu betur við pilsið heldur en saumavélin.
Núna liggur hann steinsofandi á skrifborðinu hjá mér og veltir sér á alla kanta og hrýtur.......þvílíkt ánægjulíf.....ég kyssi hann og knúsa og strýk yfir magann og þá fæ ég ánægju uml í staðinn........nema náttúrlega þetta sé martraðar uml en ég kýs að trúa því fyrra......
Jæja vonandi áttuð þið góðan dag og fóruð og bleyttuð ykkur niðri í bæ, ég gerði það ekki og fékk enga blöðru né snuð og ENGAN ÍS!!!!!!!
Hmmm meðan ég man Alda, blái ísinn er búinn....mamma og Símon komust í hann og kláruðu!!!!! Ég fékk eina skeið og smakkaðist það vel og ég bið þig voða fallega að kaupa meiri ís :)))))) panna panna væri vel þegin :) eða bara eitthvað...sorry :(
miðvikudagur, júní 11, 2003
Annars þar sem jólin eru að fara að koma niðurtalning til jóla hérna, þá á ég wishlist á amazon þar sem hægt er að sjá hvað mig langar í. Það er hægt að finna þetta undir nafninu mínu eða tölvupósti.
Ég er alltaf tilbúin að taka á móti gjöfum, hvenær sem er, bara þegar þið viljið, verð heima á morgun, yfirleitt heima um helgar líka :)
Annars er hér linkur á svakalegum teiknimyndum sem ég mæli með að allir kíkji á ! Viðkvæmar sálir ég ber ekki neina ábyrgð á þessu og það er ykkar val að kíkja!!
Ýtið hérna
laugardagur, júní 07, 2003
Búin að vera vægast sagt ömurleg vika.
Ég er bara í rólegheitunum núna og langar ekkert smá að leggja mig en þegar ég lít á rúmmið fæ ég þessa tilfinningu að ég geti sko ekki hvílt mig þar.
Ákvað að koma bara hingað og deila ánægju minni með ykkur í staðinn.
Ég fór í blóðprufur í gær og tókst að ná blóðinu í 3 tilraun.....það er byrjað að vera áhyggjuefni þegar ég fer í blóðprufur þar sem það gengur alltaf svo ílla að finna æðarnar (of djúpar og grannar sko) og þegar það tekst þá lekur blóðið stundum svo hægt að þetta tekur heila eilífð. Var einu sinni í 15 mín. og gafst hjúkkan þá upp og sagði að það yrði bara að duga það sem hún hefði náð.
Ég er annars að hugsa um að skella mér í skóla aftur og klára stúdentinn. Fór í iðnskólann og náði í gömlu einkunnirnar til að athuga hvað ég ætti mikið eftir og uppá að reyna að fá þetta metið og mér til mikillar ánægju þá var ég búin með meira en ég hélt :) helmingi meira :)
Svo að núna er ég að pæla í að fara í fjarnám hjá VMA og taka nokkrar einingar og athuga hvort ég verði ekki stúdent áður en langt um líður, það er allt í lagi þó það taki 2 - 3 ár...hef svo sem nægan tíma. Betra að taka aðeins minna í einu og ná góðum prófum.
Mig langar reyndar ekkert smá til að fara í grunnnám rafiðna hjá iðnskólanum, á bara eftir pínku í almennum bóklegum greinum og meira að segja búin með smá í bóklegum fagreinum og verklegum fagreinum. Veit ekki hvað ég myndi vilja læra í framhaldi af því en það er eitthvað sem maður finnur út þegar sá tími kemur.
miðvikudagur, júní 04, 2003
Engar verkjatöflur virka á þetta og minnka ekki einu sinni helv#$&.. verkinn og ég get ekki einu sinni sofið fyrir honum. Verð hvítari og hvítari með hverri mínútu og vonandi ósýnileg áður en yfir líkur og ætla ég þá sko ekki að koma aftur.
Þar hafið þið það og ef þið eigið góða og verkjalausan dag þá BITE YOU, mér líkar ekki við neinn sem líður vel í dag og núna ætla ég að fara og kvarta við einhvern annan þar sem mér verður vægast sagt íllt í augunum að horfa á þenna ömurlega skjá og ég þarf líka að æla
mánudagur, júní 02, 2003
Annars er kisi eitthvað slappur, hann er með lítið þykkildi á höfðinu og ég náttúrulega eins og ég er ímynda mér krabbamein og æxli og eitthvað þvíumlíkt.....
Ef það minnkar ekkert bólgan á morgun þá er það dýralæknir á miðvikudaginn. Þeim sem finnst ég gera of mikið úr þessu, þá segi ég bara að hamsturinn hennar Öldu systur sem ég passaði. Hún var einn daginn kominn með þvílíkt þykkildi á höfuðið sem reyndist vera heilaæxli og þurfti að svæfa hamsturinn. Get ekki hugsað mér að láta neitt koma fyrir litla gullmolann minn :(
Þarf að fara að vinna í að koma upp smá myndum hérna af honum og manninum mínum.