Annars er ég að fara til læknis á mánudaginn og aftur stend ég frammi fyrir því að þurfa kannski að leggjast inná spítala :( Lyfin sem ég fékk virkuðu bara ekki neitt þannig að ég veit ekki hvað verður gert.
Annars er ég í viðtölum uppá reykjalundi og stendur til að ég fari þangað í byrjun næsta árs......nema einhverjir hætti við að fara og ég komist fyrr inn, sem ég vona eiginlega. Ég er í sjúkraþjálfun á næstum hverjum degi og þó það sé mjög fínt þá er aðstaðan náttúrulega miklu betri uppá reykjalundi.
Ég var að fá myndir að littlu systurbörnunum mínum og þau eru svo mikil krútt!!!! Mann langar bara til að klípa og bíta í kinnarnar og kyssa þau hátt og lágt!!! Ég fæ vonandi að sjá þau í persónu í haust þar sem systir mín og maðurinn hennar koma til landsins í mánaðar heimsókn. Hef ekki séð systur mína í mörg ár og það yrði alveg frábært að hitta þau öll.
Jæja held ég hafi ekki mikið að segja í bili.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home