Enn og aftur um vissa Ameríkuferð sem er alltaf ofarlega á baugi!! Það er tilboð hjá flugleiðum núna sem er svo svakalega freistandi að ég held ég brjálist bara!!!!! Hef samt sem áður engan veginn efni á henni en ef forlögin leyfa þá verða ennþá laus sæti mánaðarmótin ágúst/september og þá er aldrei að vita nema maður skelli sér í október eða nóvember.
Í þessu tilboði er akkurat eitt af hótelunum sem við systurnar vorum búnar að sigta út sem góðan kost þar sem ísskápur er á herbergjunum og ekki langt í Mall of America.........OG morgunverður.....það er nauðsynlegt (þegar það er í boði) þar sem þetta er náttúrulega undirstaða dagsins. Þó það sé ágætt að borða burritos eða pizzu í morgunmat þá er alltaf betra að borða frítt :P
Ég er búin að útpæla hvað á að versla og hvað hver og einn fær í jólagjöf úr þessari Ameríkuferð minni. Ég er líka búin að pæla rosalega í því hvað það væri sniðugt að kaupa hluti sem fást ekki hérna á Íslandi og fleiri löndum og selja síðan fyrir vonandi mikinn gróða á
ebay. Gæti örugglega grætt fullt á því $$$
Meira að segja Símon fengi eitthvað dót og jafnvel flík svo hann fari ekki í jólaköttinn....ég er náttúrulega búin að fyrirgefa honum að reyna að tæta mig strimla. Annars er hann voða blíður greyið núna og kom og gaf mér blautan koss og lagðist hjá mér og kúrði sig í gærkveldi þannig að ég held að allt sé fallið í ljúfan löð.
Talandi um kisa þá er ótrúlegt hvað hann mígur mikið!!! Alltaf þegar ég skipti um sandinn hans þá kemur hann og veður ofan í kassann og pissar fyrir framan mig (sýna hver á kassann sko), og maður heyrir fossinn falla og þetta tekur oft ekkert smá langan tíma (áhugavert umræðuefni ég veit!!). Þessi elska er svo ánægður þegar ég skipti um sand að það hálfa væri nóg, hann hleypur um allt og klifrar upp eftir öllu og felur sig og bregður manni :) Algjört krútt......og um leið og
Alda lætur framkalla filmurnar þá set ég mynd af honum hérna hjá manninum mínu :)
Og talandi um Öldu!!!! Hún er svo erfið!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hún vill ekkert gefa upp um hvað hún vill í afmælisgjöf þannig að það endar með að ég verð að finna eitthvað sjálf og ég er viss um að hana langar EKKI í akkurat það!
Hún á afmæli á föstudaginn og byrjar að taka á móti kveðjum,kortum,PÖKKUM og fleira heima á skúló eftir miðnætti á fimmtudaginn :) Hún er á næturvakt á föstudagskvöldinu þannig að það má náttúrulega senda þangað en mér finnst nauðsynlegt að ég fái að vita hvað hún fær þannig að best væri að koma á skúló eða senda mér skilaboð um hvað hún fær ;)
Jæja held ég sé búin að röfla nóg í bili og ætla að koma mér núna.........over and out