Ég fékk þá snilldarhugmynd í gær að baða hann þar sem það var svo heitt og hann var að fara soldið úr hárum. Ég og mútta vígbúðumst inni á baði og blönduðum gott og volgt vatn í sturtu hausnum (mistök nr.1) svo rétti ég mömmu sturtuhausinn yfir köttinn (mistök nr.2) og eftir það var ekkert við neitt ráðið og hann læsti klónum í handlegginn á mér og mátti ég hafa mig alla við til að missa ekki tökin á honum og láta hann tæta andlitið á mér í sundur. Það tókst og náði ég honum aftur ofan í baðkarið (mistök nr.3) og byrjuðum við að sprauta á hann (mistök nr.4). Þá vægast sagt trylltist dýrið og beit í handlegginn á mér og svo hékk hann þar á tönnunum og ætlaði ég ekki að fá hann til að sleppa!!!!!! Það tókst á endanum og var ákveðið að hætta við þetta allt saman (Eina skynsemin í þessu öllu og komin tími til eftir 4 mistök ekki satt!!!!)
Núna er ég blá og marin á höndunum og öll rispuð og ekki má gleyma bringunni og smá á hálsinum. Kötturinn horfir tortryggnisaugum á mig og fylgist með öllum mínum hreyfingum. Hann glefsaði í mig í um klst eftir baðið ef ég reyndi að klappa honum.
Hann ákvað samt að klifra uppí til mín í morgun og kúra smá. Held hann sé búinn að fyrigefa mér núna en vegna verkja í handleggjunum þá er ég ekkert að ganga of langt í samskiptum mínum við hann þar sem það er ekki þægilegt að fá glefs á sára handleggina.
LEXÍA : Það borgar sig að fara með hann á dýrasnyrtistofu ef ég vil láta baða hann........eða vera í brynju með tilheyrandi vörnum!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home