Annars verð ég að tjá mig um það að við mæðgurnar höfum mjög gaman af að spila kana og hérna eitt kvöldið var gripið í spilin og er það ekki frásögufærandi nema vegna þess að ég var að spila Kanasögn með mömmu og þegar nokkur spil eru á hendi þá heyrist í múttu: "Bíddu! Erum við Alda ekki að spila saman!!!". Það vorum smá flekkir fyrir augunum á mér og ég hugsaði með hryllingi til þess ef ég hefði ekki átt alla slagina sem við vorum búnar að taka að þá hefði sko verið útum þennan kana. Ég röflaði eitthvað aðeins en það var mikið hlegið að þessu.....og við hættum að spila fljótlega þar sem "sumir" virtust ekki alveg hafa hugann við þetta.
Annars er ég að lesa á fullu og er ég með 10 Anne McCaffrey bækur á borðinu og nokkrar aðrar sem bíða lesningar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home