iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

þriðjudagur, desember 28, 2004

Jæja ég fór í gallblöðruaðgerð á annan í jólum!!!! Gekk aðgerðin vel og þótti það best að taka bara gallblöðruna frekar en losa mig bara við steinana. Er hálf aum hérna heima núna. Vona að þetta hafi verið endapunkturinn þar sem ég er ekki til í fleiri aðgerðir eða neitt sem skapar svona mikla verki. Þetta líður vonandi fljótt hjá. Bara nokkrir dagar og þá er það versta búið. Verst að fá ekki nein almennileg verkjalyf!!! Fékk bara parkódín á spítalanum!! Var það ekki að gera neitt nema rétt að minnka verstu verkina. Losnaði samt aldrei alveg við verkina.
Tek síðan Treo uppleysanlegar verkjatöflur hérna heima og virkar það miklu betur :) Næ að sofna og verkirnir hverfa alveg í dáldinn tíma! Kraftaverk alveg sko!
Greinilegt að þetta fólk þarna á spítalanum hefur ekki farið sjálft í svona aðgerð þar sem það sagði mér svo bara að kaupa paratabs þegar ég fór heim.
Ótrúlegt hvað nokkur göt geta gert manni lífið leitt. Fyrir utan að núna eru 4 ný göt komin á magann á mér fyrir utan hin 5!!! Nabblinn var notaður aftur og tel ég hann ekki með þar sem hann er nú bara eitt stórt gat og telst það alveg normalt sko.
Anna gatasigti hljómar ágætlega.....eða Anna gallalausa heheheheh svo finnst mér fyndið að ég er með fullt af lausum endum! heheheheh saumar standa út, út um allt á maganum á mér;P
Alveg hörkuhúmór í mér ennþá tíhí :)
Er að pikka hérna á fartölvuna hennar Öldu með 56k módem....hægari en skjaldbaka en maður lætur það duga sem maður fær.
Held ég skríði samt uppí rúm aðeins núna þar sem allir eru að hvíla sig og mínum leiðist svona einum.

Fékk fullt af flottum jólagjöfum!
Náttföt sem ég fer ekki úr, rúmföt (akkurat sem mig langaði svo mikið í), papermario fyrir GC, pússluspil!!!Hélt ég hefði misst það í hendurnar á óprúttnu fólki sem kynni ekki að meta svona flott pússl en þá bara reddaði Alda því og ég fékk þetta líka massa flotta pússluspil :), Geggjaða steikarhnífa og gaffla, ógisslega flotta pönnukökupönnu og alvöru spaða með!, Flotta matreiðslubók!! Anna Kokkur stígur á sviðið á nýju ári!;), Kattabókina, rosalega flottan bol frá dúllunum mínum að austan. Ég er massaflott í honum!, hmmmm fékk nú eitthvað meira en þetta er svona í grófum dráttum.

Held ég sé farin í alvörunni núna.
Adios

miðvikudagur, desember 22, 2004

Er búin að vera á leiðinni að blogga ógeðslega lengi!!! Er bara ekki búin að vera mikið heima seinustu daga. Brjálað að gera sko!!

Jólainnkaupin öll búin og búið að senda allt sem á að senda og bara nokkrar heimkeyrslur eftir!! :)

Fer útí Sandgerði á morgun ef veður og færð leyfir. Kíkja í kirkjugarðinn svona einu sinni yfir hátíðarnar. Ætla líka að kíkja á fyrrverandi tengdó. Hef ekki hitt hana í 5 eða 6 ár núna. Finnst bara kominn tími til.

Smákökur fara ílla í mig!!! Ég sem er smákökuskrímslið!!!! Læt mér ekki segjast og næli mér í eina og eina og verður svo íllt af því :( Bíð þar til allir eru farnir að sofa og laumast þá :P

Alda búin að vera vinna og vinna og vinna og vinna....varla séð hana :( Jólin byrja ekki fyrr en við höfum horft á Grinch! Panta þig á þorláksmessumorgun....takk takk :)

Ég er víst með gallsteina og sand í gallblöðrunni svo að ég fer í aðgerð til að losa mig við það.....alltaf verið að pota og ýta í mann!

Hmmm ótrúlegt hvað maður er ófrjór í hugsun svona kl.3:20 á morgnana....
Held ég fari bara að halla mér.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Jólin nálgast óðfluga og spenningurinn magnast...ekki það að ég fái margar gjafir en mig hlakkar svo ógurlega til að fá hamborgarahrygg!!!
Panta samt marga pakka!!! Búin að vera voða góð í ár. Finnst ég ætti að fá bónuspakka útá það :P *hint*

Annars fórum við í bingó í seinustu viku og var rosa gaman!!!! Vann reyndar ekkert og enginn á mínu borði en þetta var samt algjör snilld :) Svo var náttúrulega spilað bingó á sunnudaginn með Villa og vann ekkert þar heldur...náði ekki einni línu! Það var samt gaman. Bíð ennþá eftir að vera valin í tattú!!

Amazing race......Ég var svoooooooooo ánægð að christie og colin myndu detta úr leik...var byrjuð að dansa og tala hátt! Og svo kemur að það detti enginn úr leik!!!!!! Hvað meinar maðurinn!!!! Fór næstum að gráta ég var svo svekkt.
Held ég myndi standa mig ágætlega í svona kapphlaupi.....við Alda vorum sammála að við myndum spjara okkur vel. Bring it on!

Fór að hitta næringarráðgjafa áðan og var pínku skömmuð...borða ekki nógu oft á dag...en ég er að vinna í því.
Var líka sett í blóðprufur og svona. Fer svo í næstu viku í magaspeglun og ómskoðun. Þeir hljóta að finna eitthvað útúr þessu.

Hef ekki ennþá farið á Grudge en ekki öll von úti þar sem hún er ennþá í sýningu. Sé hvort hægt sé að pína Öldu fljótlega að taka sér pásu í próflestri!

Fannst ég hafa svo mikið að segja en svo er þetta bara ekki neitt.
Sjúkraþjálfinn minn er búin að eiga !! Litla stelpu :) Vííííííí

Nú þurfið þið hinar að drífa í þessu svo barnið hafi mikið að hlakka til í desember!!! Má ekki hafa afmælið of nálægt jólunum.