Aðallega að ég skelli mér í einhvern leik í smástund. GameCube er aðalmálið hjá mér í dag. Er endalaust í þessari tölvu og ef ég er ekki í henni er ég að gera krossgátur. Alveg krossgátu óð!!!
Fann allar gömlu krossgátubækurnar og er búin að vera gera það sem ég get í þeim og svo hafa á einhvern dularfullan hátt bæst nokkrar inní hópinn :)
Annars er voða lítið að frétta héðan. Búið að vera læknastúss í fjölskyldunni og til tilbreytingar ekki á mér!
Heilsan bara eins og hún er og ef ég væri duglegri að borða væri hún eflaust betri. Líður samt ekkert ílla þannig lagað. Bara eilífðar hausverkur og get bara sjálfri mér um kennt.
Hef verið rosalega ódugleg að hafa samband við fólk. Biðst innilegar afsökunar á því og lofa bót og betrun.
Kominn ferðafiðringur í mig. Langar að skoða heiminn. Well USA allavega og kannski smá í Evrópu. Ísland er líka á dagskránni sko. Langar voðalega að ferðast smá um landið og skoða.
Kominn tími til segi ég nú bara.
Annars langar mig í fleiri Gamecube leiki svo ef þið hafið þá til sölu eða vilji skipta eða lána mér þá látið mig vita. Reyndar grunar mig að það séu ekki margir sem skoði þetta blogg þar sem það er aldrei kommentað eða skrifað í gestabókina!! ;P
Hvað um það er allavega búin að koma þessu frá mér og vonast eftir viðbrögðum!