Var náttúrulega kominn tími til þar sem plássið var búið í hinni og hraðinn ekki nægur....mér finnst það góð ástæða til að fá nýja.......ég veit að ég hefði getað uppfært en sko nýja tölvan er með flötum 17" skjá og ógisslega flott útlítandi!! Lyklaborðið algjör draumur í þokkabót. Verð örugglega duglegri að blogga núna! Sko fín ástæða til að kaupa tölvu!
Langaði náttúrulega svo bara í nýja tölvu. :)
Ég er að byrja að setja forrit og svoleiðis í hana og það verður sko ekki drasl í henni!!! Hin var yfirfull af ómissandi drasli sem þegar betur var á gáð var sko bara alveg ómissandi. Sakna þess allavega ekkert.
Ætla að flikka uppá gömluna og selja svo.....*hint* :)
En allavega er ég farin að setja allt mikilvæga dótið í þessa elsku.
Og btw!!! Til hamingju með þína tölvu Úlla mín :)
Takk fyrir síðast Inga og Úlla :)
Frábært að hittast svona og éta á sig gat ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home