Ekki að það gerist aldrei neitt heldur gerist eitthvað og það er frábært en svo er það búið og ég nenni ekki að skrifa um það lengur.
Logic hu?
Annars er Rutlan mín lasin og loksins búið að fatta hvað er að. Mátti ekki seinna vera! Hún er að hverfa og ég er viss um að þetta hefði gengið að henni dauðri! Held ég verði bara að fara í heimsókn til hennar til að passa uppá hana :)
Það var svo gaman að sjá hana aftur þó ég ætlaði varla að þekkja að hana! Hefði viljað eyða meiri tíma með henni og næst þegar hún kemur í bæinn panta ég heilan dag + kvöld!!!! Heyriru það!! Gleymdi einu sinni enn að láta hana fá smá gjöf fyrir Kolbrúnu en ég sendi það bara fljótlega í staðinn. Alltaf gaman að fá pakka þegar maður er 7 ára :)
Það er komið að B12 sprautunni og fæ ég hana í dag. Annars voru að koma niðurstöður úr blóðprufum sem ég fór í í nóvember og var búin að gleyma að ég hefði farið í. Komu þær bara mjög vel út :) Furðulegt að kólesterólið hefur hækkað aftur en það er svo langt síðan þetta var að það er örugglega orðið fínt aftur.
Teymisfundur í Febrúar og hlakkar mig til eins og venjulega að hitta allt liðið mitt. - Rutluna þar sem hún kom í Janúar þarf hún ekki að fara í Febrúar :( *sniff* en í staðinn fæ ég hana í Apríl sem er ágætt líka...sting af með henni heim síðan bara.
Hmmm ekkert meira að frétta úr þeirri átt held ég.
Búin að vera að horfa á þætti sem heita "Lost" og eru þeir algjör snilld. Það verður frábært ef þeir koma í íslenskt sjónvarp fyrr en seinna! Vorum að fá nýjasta þáttinn í fyrradag og panta ég að Alda horfi á hann með mér í kvöld!!!
Og talandi um sjónvarp þá horfðum við á "Dodgeball" í gær í góðra vina hópi og var þetta hin ágætasta skemmtun. Komu Ellen og Sarah í heimsókn og var mikið spjallað og hlegið.
Mig langar ekkert smá á þorrablót í sveitinni fyrir norðan!!!! Er að athuga hvenær það verður og hvað gisting yfir helgi myndi kosta í bændagistingu. Hef ekki farið þarna í mörg ár og væri gaman að hitta gömlu skólafélagana aftur. Finnst ég loksins vera tilbúin til þess. Það tók bara nokkur ár sko :P
úúúú held að Alda sé komin og ég verð að pína hana til að fara út með mér...verð sko ekki hátt á vinsældarlistanum en shit happens!!! Vonandi lemur hún mig ekki meira en venjulega! Alltaf marin og blá eftir þessa elsku og fæ ekki að sofa meira en í 2 tíma í einu þar sem henni leiðist. ehehhehehe verð sko pottþétt lamin núna :P
Adios!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home