Annars er ágætt að frétta. Aðgerðin tókst vel og gengur mér aðeins betur að borða.
Æli núna bara í 3 hvert skipti sem ég borða og en fæ reyndar stundum verki eins og fyrst þegar ég byrjaði að borða eftir aðgerðina. Sárin gróa vel núna og verða ekki eins stór ör af 3 af holunum!! Bara ein hola sem verður stórt ör. Þannig að ég hef bara 6 sýnileg ör :) Læt fjarlægja þau með lazer þegar ég hef unnið í lottóinu!
Annars stendur til að pína systu á "Saw "í kvöld...Hef ekki haft heilsu fyrr svo núna á að kýla á þetta. Búin að langa svo lengi að sjá þessa mynd að ég er að springa.
Búin að spila paper mario eins og óð seinustu dagana. Er búin með svona 70-80% af leiknum. Þetta verður tímalega búið fyrir afmælið mitt. *hint* :P Nýr leikur væri vel þeginn :)
Hmmm held ég hafi ekki mikið annað að segja. Hef ekki gert neitt af viti.
Hey jú það varð árekstur hérna fyrir utan gluggann í dag. Svaka læti og var annar ökumaðurinn örugglega ekki í belti. Hann fékk skurð á ennið og það blæddi fullt. Alda hoppaði út með þurrkur og plástur fyrir strákinn. Það var vel þegið.
Hef eiginlega ekkert verið í tölvunni á þessu ári. Rétt kíkka á póstinn. Hef ekki eirð til að sitja fyrir framan þessa elsku.
Jæja best að koma sér aftur. Búin að gera allt sem til stóð.
Adios
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home