Man ennþá símtalið eins og það hefði verið áðan sem ég fékk það. Man hvað ég var að horfa á í sjónvarpinu. Man hvernig dagurinn var. Kannski ekkert ótrúlegt hvað svona dagur brennir sig í minninu á manni.
Margt sem leitar á hugann í dag. Aðra daga líka svosem en extra mikið í dag.
Sakna hans ennþá rosalega mikið. Man ennþá lyktina af honum. Man hvað var gott að kúra hjá honum. Man allt!
Gott og slæmt. Allt það góða leitar frekar á hugann og velti ég þessu öllu fyrir mér.
Ekki heil brú í þessu en minningar eru mínar.
Elska þig krúttið mitt :*
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home