Enda líður manni allt annað. Gengur bara glimrandi að borða og vonandi fer að koma litur í kinnarnar :)
Er hálf föl eitthvað....skær hvít hef ég heyrt....hlusta nú ekki á hvað sem er samt...held ég sé bara postulínshvít :)
Mig langaði svo að kíkja í BT í dag þar sem þeir voru að opna aftur í skeifunni, vissi að það yrði örtröð, svo um 14:30 þá
hélt ég að það væri nú ekki svo mikið þar sem væri vel liðið á daginn. Fór þar og keyrði bara framhjá....50 manns í biðröð fyrir utan!! Algjör bilun...skrepp bara eftir helgi eða eitthvað. Ekki eins og ég hefði efni á að kaupa eitt eða neitt. Langaði bara að kíkja og skoða.
Fór í brúðkaup í gær og það var alveg frábært!!!
Athöfnin rosalega falleg og brúðirnar glóðu af hamingju.
Svo var farið á kaffihús og kjaftað aðeins og svo um kvöldið fóru allir út að borða.
Maturinn alveg sjúklega góður!!!! Gat samt ekki klárað allan matinn minn en hefði sko viljað það!
Hef ég ákveðið að svona vil ég hafa það ef ég gifti mig einhvern tímann....lítið og fámennt og kósí :)
Símon litli sem er ekkert svo lítill lengur er búinn að vera hálf slappur greyið og var búin að æla útá svölum í morgun og fá íllt í magann og svo er ræfillinn búinn að sofa meira og minna í allan dag. Liggur hérna hjá mér núna og umlar og smjattar í svefni....einstaka urr...rosa sætt heheheh :)
Sá mynd af kettling úr þessu hryllilega kisumáli og langar svo að fara og ættleiða!!!
Held að Símon yrði voða glaður að fá leikfélaga. Kannski einn daginn.
Jæja nóg í bili.
Adios!