Annars er ekkert að frétta. Englandsförin stendur ennþá til en dagsetningarnar eru ekki komnar á hreint ennþá.
Bíð þolinmóð. Hentar mér hvort eð er betur að vera í kringum mánaðarmót!
Mér gengur bara ágætlega að borða núna. Æli bara einstaka sinnum!!! Er samt ekki nógu dugleg að fá mér að borða..læt stundum líða of langt á milli. Er svo löt að ég nenni ekki að fá mér neitt ef það er ekki tilbúið. Fæ mér þá bara ávaxtasafa og læt eins og ég hafi fengið mér ávöxt. Næstum það sama hvort eð er.
Búin að vera að prufa nýja rétti og hafa þeir tekist með ágætum. Sérstaklega karrýfiskur! Rosa gott!!! Slurp.....smjatt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home