Kynntist svo frábæru fólki þarna!!
Búin að fara á djammið og skemmta mér rosa vel. Og ófáar kaffihúsaferðir!
Held við höfum hálf haldið uppi kaffihúsinu í Mosó....hehhehehe Vorum alltaf þar. Byrjuð að þekkja eigandann með nafni og vorum eins og við ættum staðinn.
Sakna þeirra soldið núna. Höldum áfram að hittast en það er samt ekki það sama. Flestir með fjölskyldur sem þeir þurfa að sinna núna. Ójæja maður bara nýtir það sem maður hefur.
Léttist reyndar dálítið þarna....um 3 kg sem er svo sem ekki heimsendir en hefði verið betra að sleppa því. Sjáum til hvort ég nái að stoppa núna þegar ég er komin heim. Neitaði að drekka einhverja olíu sem ég fékk þar....ógeðsleg....fékk íllt í magann og brjóstsviða af henni...ömurlegt að æla magasýrum.
Margt í gangi núna og á eftir að koma í ljós hvernig það fer....það fer ekki fram hjá neinum þegar það gerist :) Læt vita sko!!!
Annars er ég bara farin núna....bara að láta aðeins vita af mér.