Vá hvað ég hef ekki gert þetta lengi.
Bara met held ég!!!
Búin að vera að vinna eins og brjáluð og hef hreinlega ekki haft orku til að vera að blogga eða gera neitt af viti yfir höfuð.
Fór reyndar til USA!!! Svakalega gaman. Gekk svo mikið og bar svo mikið að ég skil ekki ennþá hvernig ég hafði orku og þrek til þess.....Keypti fullt af sneddý dóti þarna....Hefði viljað kaupa meira en hafði áhyggjur af þyngdinni á töskunum.
Annars er svo mikið að gera í vinnunni að þetta hlutastarf mitt er orðið næstum fullt starf. Ekki að mér finnist það leiðinlegt en er soldið þreytt og lúin. Ónýtur skrokkur og soleiðis.
Geggjaðar vörur sem eru alltaf að koma inn og fær maður nú frekar lítið útborgað hehehehhe
Hef samt ekki keypt neitt í 2 daga...voða stolt af mér ;)
Fer samt á morgun í búðina og þá verður allt brjálað held ég....mútta og Alda ekki búnar að sjá allt það nýjasta og þarf örugglega að berja þær frá vörunum ef ég vil fá einhver laun!!!
Búin að gera næstum allt fyrir jólin og er bara sátt við lífið og tilveruna.
Vantar samt að fá smá kökuilm....*hint* Alda!!!
Jæja held ég fari í háttinn núna.
nighty night!!!