iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

fimmtudagur, júní 16, 2005

Lítið um blogg þessa dagana. Búin að vera busy busy busy.
Símon litli engillinn minn er búinn að vera svo lasinn.
Hann fór í smá aðgerð í gær og hann var svo slappur eftir svæfinguna að hann vaknaði ekki almennilega fyrr en 6 í morgun. Var hann samt búin að ranka við sér 3 sinnum til að fá sér að borða með miklum erfiðleikum. Hann gat varla opnað munninn né tuggið almennilega svo allt datt útúr honum til að byrja með og svo þegar hann var búinn að borða smá þá ældi hann alltaf öllu aftur. Mátti ekki líta af honum þar sem hann sofnaði í miðjum klíðum og andlitið datt ofan í matarskálarnar. Ekki gekk betur að labba hjá greyinu sem gekk á allt og gat ekki labbað beint og eiginlega ekki haldið sjálfum sér uppi. Um 1 í nótt fékk ég áfall þegar allar tilraunir til að fá viðbrögð hjá honum báru engan árangur og hann var líflaus með öllu. Hringdi í dýralækninn og vakti hana! Það tókst að fá viðbrögð með að ýta á bossann sem var helaumur hjá greyinu.
Um 8 í morgun þegar Alda kom heim var hann loksins orðinn það hress að ég taldi óhætt að fara og leggjast í hvílu og hann myndi bjarga sér sjálfur. Búin að sofa í hinum og þessum stellingum útum alla íbúð með krúttið mitt í fanginu.
Allt annað að sjá hann í dag þó hann sé eftir sig en hann er samt smá rangeygður ennþá eftir svæfinguna og þreyttur.
Kvíður rosalega fyrir næstu viku þegar hann fer í aðgerð sem er soldið stærri en þetta sem hann fór í, í gær.

Annars er kominn nýr meðlimur í fjölskyldunna og heitir hann Mikki. Set myndir í albúmið svo kíkið endilega!!
Þeir strákarnir eru á góðri leið að verða bestu vinir og finnst Mikka allt sem Símon gerir frábært og best. Hann þarf að gera allt eins og Símon.
Símon er samt ekkert rosa ánægður þegar Mikki leitar af spena á honum og er fljótur að koma sér í burtu þá!!

Alda er að fara til Barcelona í nótt :( Sniff
Miss you already sweetiepie :(
Mundu að kaupa eitthvað flott og æðislegt fyrir mig :)