Fórum í bústað seinustu helgi og var æðislegt þar...kom bylur fyrsta kvöldið okkar og var hoppað í pottinn með hraði! Reyndar var snjókoma allan tímann sem við vorum þarna og leið manni bara eins og í bíómynd! Rosa góður matur étinn allan tímann og Anna a la grillmeister sá um grillið. Ekki að hinar hafi kannski ekki viljað það en ég er sjálfskipuð á grillið!!
Potturinn var mikið notaður og var geggjað að liggja og glápa á stjörnurnar um miðja nótt.
Svo var matarboð heima hjá systrunum í gær og komu Inga og Úlla frænkur með þennan líka geggjaða mat!!!! Hef sjaldan smakkað neitt svona ljúffent og fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina um matinn *slurp* hehehehe
Var étið á sig gat og spjalla þar til kjálkarnir fóru næstum úr lið!!!
Ekkert smá gaman að hittast svona og eiga góða kvöldstund :)
Svo græddi ég ekkert smá á þessu!!! Svavar frændi ætlar að koma hérna á eftir og formata gömlu tölvuna mína og setja upp eitthvað smá af forritum í hana!!! Hann ætlar líka að athuga hvort hann þekki einhvern sem hefur áhuga á kaupa hana!!
Víííííííííi
Hmmm nú er mín byrjuð að hugsa um mat og ætlar að ráðast á ísskápinn....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home