iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

þriðjudagur, október 19, 2004

Survivor SPOILER neðst!!!!!!


Af mér er það helst að frétta að eftir mikil og erfið uppköst í seinustu viku þá er ég tognuð á rifbeinasvæðinu hægra megin og verð bara að segja að það sé ferlega óþægilegt...finnst ég vera að kafna þar sem ég næ ekki að anda nógu djúpt. Er samt öll að koma til núna. Besti dagurinn í dag reyndar.
Ég ákvað að mig langaði alveg rosalega í ítalskt salat í gær og bjó það til ....því miður :(
Ældi og ældi eftir að éta þetta og hélt ég myndi deyja úr vanlíðan. Aldrei að éta salat aftur !!!
Sem betur fer versnaði ég ekkert í rifbeinunum eftir þessi átök.

Annars var Símon elskan hjá okkur í nótt og var ekkert smá indælt að hafa þetta grey hérna.
Hann var svo mikil kelirófa og klifraði uppum allt!! Reyndi að drepa burknann en okkur tókst að forða burknanum tímalega áður en hann lagðist á hann.

Fer í aðra krabbameinsskoðun á fimmtudaginn og vonandi eru bólgurnar allar farnar, búin að vera samviskusöm að nota kremið.
Fer svo aftur til læknis í næstu viku þar sem það þurfti að auka lyfjaskammtinn á einu lyfjanna og þarf að ganga úr skugga um að það virki og það séu engar aukaverkanir. Nóg að gera. Fer svo til tannlæknis í næstu viku. Kannski sko. Eyddi "óvart" tannlæknapeningunum. Ég meina hvort er mikilvægara!! Tannlæknir eða DVD myndir!!! úff veit hvað þið segið en "Day after tomorrow" og "Dawn of the Dead" voru mikilvægari í alvörunni!!!

Ég og Alda eru búnar að vera á fullu í Mario Party 5 og er þetta ekkert smá skemmtilegur leikur...þarf núna að fjárfesta í Mario Party 4 !!!! Talandi um Mario þá held ég að mig langi aðeins í Luigi's Mansion núna! Ógisslega skemmtilegur leikur!!

EN áður en ég fer þá SURVIVOR!!!
Bubba er karlremba og leiðindaskjóða og ég er fegin að hann er farinn.
ADIOS BUBBA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home