iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Jæja kominn tími á að ljóstra upp leyndarmálinu!!!!!!!! Trommur takk fyrir .........

Ég og Alda erum að flytja!!! Við erum að flytja saman í íbúð um mánaðarmótin :)
Það verður heldur fátæklegt til að byrja með þar sem enn vantar nokkur mikilvæg húsgögn en þröngt mega sáttir sitja....eða á gólfinu :)
Okkur vantar sem sé sófa, eldhúsborð og stóla. Og eitthvað smávægilegt annað. Þetta kemur í rólegheitunum.
Maður er búinn að eyða fleiri tugum þúsunda í huganum og mætti halda að maður væri að flytja í kóngshöll en ekki 3ja herb. íbúð! Þetta er voðalega spennandi.

Annars er fundur uppá Reykjalundi á miðvikudaginn. Ekkert smá sem tíminn líður hratt! Mánuðurinn er hálfnaður og jólin nálgast :)
Anna Jólabarn fer að brjótast fram. Og er ekki bara kominn tími á saumaklúbb og jólaföndur! Þarf að draga jólaföndrið upp og fara að búa til jólakort :)

Annars er það að frétta að Bretlandsför minni að henni hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna flutninga. Fæ kannski bara gest hingað í staðinn :P

Jæja hætt núna, man ekki eftir fleiri uppljóstrunum í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home