Allt gengur vel fyrir utan þennan rosa hita sem er mann lifandi að drepa.....náttúrulega ekki hægt að drepast nema maður sé lifandi.
Tók upp japönsku útgáfuna af The Ring í seinustu viku og er að taka The Ring 2 upp núna. Svo verður japanskt kvöld eitt kvöldið og glápt á þetta. Nema náttúrulega 3 myndin verði sýnd í næstu viku. Þá bíður maður kannski þar til búið er að taka hana upp líka. Ætla nú svo sem ekkert að eiga þessar myndir. Ef þær eru það góðar að ég vilji eiga þær þá fær maður sér þær bara á DVD :)
Sá The Eye fyrir ekki löngu síðan og kom hún bara á óvart sko. Japönsk mynd og fyrst þegar ég fattaði það þá var ég nú ekki á að horfa á hana en það truflaði mig ekkert að ráði og hafði ég gaman af myndinni.
Jæja hætt að tuða...ætla að fara gera eitthvað af viti....eða ekki viti...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home