Ekkert smá gaman að hitta þau aftur. Frétti svo að systir pabba væri á landinu en ég hef ekki séð hana í 14 ár og vona að ég fái tækifæri að hitta hana áður en hún fer aftur heim.
Hún og hin systir pabba búa í Sweden sko.... Fór til þeirra árið sem ég fermdist og var hjá þeim í 2 geggjaðar vikur sem ég lifi ennþá á. Man það eins og í gær. Langaði ekki heim aftur og var ekkert smá erfitt að fara þaðan.
Heilsan ekki uppá sitt besta...næ í allt sem er að ganga....á síðustu 1 og 1/2 viku er ég búin að ná mér í kvef og þegar það fór þá náði ég mér í einhverja pest. Gengur ekki vel að borða...búin að missa soldinn áhuga á að borða þar sem mér verður yfirleitt íllt af öllu...ÆLI SAMT EKKI!! Kúgast heilan helling en næ að halda matnum niðri í 80% tilvika sko :)
Fæ hausverk 3 - 4 sinnum í viku...stundum bara 2 sinnum reyndar en þá stendur hann í 4 daga og svo 3 daga þannig að það er ekki að marka :P
Fékk B-12 sprautu en fann nú ekkert neinn mun að ráði....var fljótari að losna við kvefið en venjulega en það er það eina eiginlega. Er orðin hvítari en hvítt og kolsvört um augun...baugar niður á tær og stöðugt óglatt....
En nóg af svona upplífgandi fréttum og förum í eitthvað niðurdrepandi!!!
Ég er ágæt í SINGSTAR!!!!!!
Ekkert smá gaman að syngja sko :P Vantar bara meiri flóru af lögum !!
En það eru víst fleiri lög á leiðinni heyrði ég...Singstar 2 kemur vonandi sem fyrst....byrjuð að fá smá leið á sumum lögunum.
Annars er Alda sofandi eins og er. Var á næturvakt þessi elska og þessvegna ákvað ég að blogga bara í staðinn fyrir að fara að syngja....er ég ekki góð >:)
Sá að ég er sko ekki duglegur bloggari en batnandi mönnum er best að lifa...eða eitthvað soleiðis :P
Talandi um það þá er ég farin....ætla að finna download fyrir sims 2 fyrir systu af því hún er svo mikið æði :P
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home