Annars erum við fluttar og búnar að koma okkur vel fyrir. Smá drasl ennþá hjá mér reyndar en það er af plássleysi meira en leti!!! Ekki það að draslið hennar Öldu sé búið að fylla alla íbúðina hátt og lágt...neihei sko!!
Fékk góðfúslega að setja nokkrar styttur upp inní stofu.....henni fannst flest puntið mitt ekki vera neitt fallegt punt...*móðg*
Svo að ég verð bara að hafa það inní herberginu mínu eða pakka því niður aftur.....skil ekkert í henni...límdi hausa og vængi og tær og eitthvað fleira á allar stytturnar! Þær litu ekki út fyrir að hafa lent í óhöppum! Óhöppin voru reyndar flest Símon að kenna þar sem hann er greinilega á sömu skoðun og Alda að puntið mitt sé ekkert punt.
Ég er hrakfallabálkur...verður sko ekki skafið af því. Slasaði mig aðeins um seinustu helgi. Datt sko! Marði mig eitthvað aðeins og held ég hafi kannski brákað hægra viðbeinið...ekki brotin samt. Bara erfitt og sárt að halda á hlutum í hægri hendinni og best að hreyfa hana sem minnst. Marði líka á mér rófubeinið og mjóbakið.....en þetta verður víst batnað áður en ég gifti mig...víst lítil hætta á öðru. Fæ ennþá þau komment að ég þurfi að fara út ef ég vil hitta einhvern...þeir koma víst ekki á dyrnar hjá mér...pffff trúi því sko ekki. Bíð bara róleg. Viss að draumaprinsinn bankar uppá einn daginn :)
Símon flutti ekki með okkur systrum. Það var ákveðið á seinustu stundu að hann hefði það best heima hjá múttu og algjör óþarfi að rugla littla skottið eitthvað í ríminu. Hann er samt voða glaður að sjá mig og fæ ég blauta kossa frá honum :*
Talandi um gæludýr þá voru sko örugglega yfir 100 köngurlær hangandi hérna utan á húsinu fyrir 4 dögum!!! Hræðilegt alveg sko...ekki beint uppáhalds dýr hjá mér....en eins og ég sagði var það fyrir 4 dögum!!! Fór sko út með skordýraeitur og eitraði allt húsið...kláraði heilan brúsa!! Soldið fanatísk en hey núna eru sko 50 dauðar köngurlær hangandi utan á húsinu og 30 liggjandi dauðar fyrir neðan húsið og og hinar 20 sem sluppu fóru svo hátt uppá húsið að ég náði sko ekki í þær! Þær skella sér bara í heimsókn á efri hæðina greyin...svo vonandi frjósa þær í hel næstu dagana!!
Hmmm hvað fleira á ég að bulla í ykkur.....Já fór til læknis í gær og þarf víst að byrja á B-12 vítamínsprautum núna og taka járntöflur inn. Annars allt í fína :) Léttist bara ágætlega og ég er hætt að segja einhverjar tölur hérna...þið verðið bara að sjá mig.
Ég er að bíða eftir ADSL tengingu hérna þannig að eins og er, er maður bara að módemast á 56k og það er geggjað leiðinlegt!! Þetta er svo hægvirkt að maður getur lagt sig á milli þess sem maður fléttir. Tekur örugglega heila eilífð að loada þessu öllu inn.
Held ég hafi ekkert meira að segja í bili....blogga ekki aftur fyrr en adsl er komið í húsið. Nenni ekki á netið svona afturbak meira.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home