Verð að tjá mig aðeins um það sem ég tók mér fyrir hendur eftir að ég bloggaði í dag. Eins og þið vitið stóð til að pússla eða gera smá jmp (japanese mosaic puzzle). Well þetta fór sko aðeins öðruvísi þar sem mútta byrjaði eina ferðina enn um að taka herbergið mitt í gegn og þar sem ég nennti ekki að hlusta á þetta lengur þá byrjaði ég að ryðja rúminu út og bókaskápnum og náttborðinu og svo voru veggirnir teknir hátt og lágt og skúrað og bónað...skrifborðið var skrúbbað upp og niður og þurrkað af hverju einasta snifsi á því. Sjónvarpsskápurinn var líka tekinn í gegn og bakið loksins hamrað fast. Ég þurrkaði meira að segja af bókunum einni í einu!!! Bangsarnir voru teknir og viðraðir og glugginn fékk skrúbb að lokum. Svo var öllu raðað inn aftur og ég verð að segja að ég er dauð í bakinu og ekkert smá þreytt.....
Fann samt fullt af gullunum mínum!!!!!!! Fullt af myndum sem ég lengi velt fyrir mér hvar þær gætu verið mögulegar niðurkomnar,fullt af super nintendo bæklingum sem fygldu með tölvuleikjum sem ég á og er að selja. Bara bæklingarnir einir og sér eru dáldils virði. Fann svo hitt og þetta sem ég hélt að væri týnt og tröllum gefið!!
Annars er ég að hugsa um að fara kannski að pússla núna.....ef ég orku að draga allt draslið fram í stofu og byrja!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home