Ingó frændi er í Svíþjóð en ég hef ekkert heyrt í honum svo hann er örugglega ekkert að hugsa til mín þessa dagana.
Annars langar mig til að hneykslast aðeins á því fáranlega verði sem ríkir hér á leikjatölvum. Ég er reyndar bara búin að kíkja í BT þar sem þeir eru "yfirleitt" með ódýrustu vélarnar.
Nintendo Gamecube Sunpack (sem mig langar rosalega mikið í *hint* *hint*) kostar 23.988 krónur í BT.
Nintendo Gamecube Sunpack kostar 12.500 krónur í Bandaríkjunum.
Nintendo Gamecube án leiks kostar 15.999 krónur í BT.
Nintendo Gamecube án leiks kostar 14.000 krónur í Noregi.
Nintendo Gamecube án leiks kostar 11.000 krónur í Bandaríkjunum.
Og verðmunur á leikjum í Nintendo Gamecube er svakalegur!!
LUIGIS MANSION kostar 6.499 krónur í BT.
LUIGIS MANSION kostar 2.990 krónur í Noregi.
LUIGIS MANSION kostar 2.300 krónur í Bandaríkjunum.
Legend of Zelda Wind Waker kostar 6.299 krónur í BT.
Legend of Zelda Wind Waker kostar 5.400 krónur í Noregi.
Legend of Zelda Wind Waker kostar 3.950 krónur í Bandaríkjunum.
Mér finnst þetta vera fáránlegur verðmunur. Hvað finnst ykkur?
Ég tek fram að ég leitaði eftir ódýrustu vörunum í Noregi og Bandaríkjunum og fann bara þetta en eflaust er hægt að finna þetta jafnvel ódýrara og auðvitað dýrara líka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home