iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

föstudagur, september 05, 2003

Flest allir hafa örugglega lesið um ungu stúlkuna sem lést á Spáni? Well ég er búin að velta því rosalega mikið fyrir mér og hafði svo sterka tilfinningu að ég þekkti hana örugglega, þannig að ég flétti henni upp og um leið og ég sá nafnið á henni þá kom minningarleiftur um littla hnátu sem fékk að vera með í skólanum meðan pabbi hennar og mamma voru að kenna. Og til að útskýra þetta aðeins betur þá var ég í littlum sveitaskóla og pabbi hennar var skólastjóri og kennari þar og mamma hennar handavinnukennarinn og kokkurinn ef ég man rétt. Allavega þá flétti ég henni upp og þá fékk ég 100% vissu fyrir því að þetta var hnátan littla. Ég hef ekki séð hana síðan ég var 13 ára en þá flutti fjölskyldan hennar til Reykjavíkur. En þetta slær mann samt mjög mikið.

Ekki nóg með það! Ungi drengurinn sem lést á Arnarvatnsheiði er gamall skólafélagi minn og kynntist ég honum þegar hann var 6 ára og í sama skóla ég. Flutti ég síðan til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur og svo eina ferðina enn norður í Húnavatnssýslu og var hann í skólanum sem ég fór þá í. Mjög góður strákur en algjör grallari. Hef ekki séð hann síðan ég var 16 ára og lauk grunnskóla. Enda flutti ég suður þá og missti samband við flest alla þarna fyrir norðan. Ég sá myndina af honum og fékk sting í hjartað. Strax leitaði á hugann eitt skiptið í skólanum þegar við vorum nokkur veðurteppt og þurftum að gista í skólanum og var hann eini strákurinn sem var með okkur stúlkunum. Við vorum voða sniðugar að kenna honum fatapóker sem hann átti að sjálfsögðu enga von í þar sem við "unnum alltaf" :) og endaði hann á nærbuxunum og þurfti að fara út að velta sér í snjónum......
Við vorum samt góðar við hann eftir á og létum hann hlýja sér vel :)

Það eru margar svona minningar sem leita á mann þegar einhver sem maður þekkti deyr. Minnir mann á ódauðleika manns sjálfs og að vera góður við ástvini sína og muna að láta þá vita að maður elski þá. Aldrei að fara reiður að sofa er góð regla og að taka engum sem sjálfsögðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home