Menningarnótt að skella á og ég er viss um að það verða svakaleg læti og enginn svefnfriður.....búið að vera soldil læti í dag og yfirleitt er það sona tilvísun á hávaðakvöld. Held það sé partý í blokkinni okkar eða hinum 2 blokkunum hérna hjá okkur og gæti alveg eins verið partý í okkar blokk þá. Það heyrist allt á milli.
Frændi kominn heim frá Svíþjóð og keypti hann EKKERT handa mér og verð ég að pína og kvelja hann eitthvað útaf því. Láta hann fá smá samviskubit og þá kannski reddar hann mér einhverju skemmtilegu að dunda við í tölvunni.
Talandi um tölvuna þá er ég ekkert búin að vera að spila HOMM 3 í meira en viku...ef ekki bara langt í 2 vikur... langar rosalega til þess en ég byrjaði á japanese mosaic puzzles (leikur í tölvunni) og ég get ekki hætt fyrr en ég er búin með allar myndirnar...... þetta voru um 120 myndir held ég og ég á ekki eftir nema um 20-30 myndir. Get ekki hætt fyrr en það er búið. Leiðinda árátta hjá mér að klára leikina sem ég byrja á. Vissi að ég átti ekki að kíkja á neitt fyrr en HOMM 3 væri búinn.
Mig langar reyndar í nýja uppfærslu í tölvuna mína EÐA nýja tölvu. Mín er alveg að hrynja og er að gera mig brjálaða. Algjört drasl.
Jæja nóg í bili. Hafið það gott um helgina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home