Óþolandi þegar jólahreingerning er gerð og ég kom mér ekki að heiman áður......já ég veit það er bara 31 ágúst en mér er lofað að það þurfi ekki að taka allt svona rosalega í gegn aftur fyrir jólin... Trúi því sona með varúð þar sem móðir mín er hreingerningar óð hreint út sagt og er alltaf með kúst og tusku á lofti.
Ég hef reynt að segja henni að það þurfi ekki að skúra annan hvern dag en hún trúir mér ekki og þar af leiðandi þarf ég að ryksuga annan hvern dag......alltaf áður en hún skúrar.
Ótrúlega erfitt að fá hana til að trúa mér stundum!!!!
Eins og með Símon, hann þarf ekki að fá 6 nammistykki 3 sinnum á dag!! Stundum setur hún fleiri nammistykki ef hann hefur verið svakalega góður og extra mikil dúlla. Hann þarf heldur ekki að fá mat 5 sinnum á dag!!!!! (2 er alveg nóg og hann er alltaf með skál með þurrfóðri) Reyni að segja henni að hann verði feitur en nei nei hann er bara svona stórgerður og þarf þessvegna meira!! Þegar hann mjálmar þá er hann EKKI alltaf svangur!!! Hún trúi því nú ekki og þessvegna er hún alltaf að gefa honum að éta eitthvað.
Hún er föst í því að maður verði þunglyndur og leiður af að sitja fyrir framan tölvuna. En ekki af því að sitja fyrir framan sjónvarpið flest allar vökustundir. Segir samt að hún sé komin með ógeð af sjónvarpinu og næsta setning hljómar svona "eigum við að horfa á einhverja videómynd". Ég náttúrulega safna videomyndum en henni finnst óskiljanlegt að ég vilji ekki horfa á þær í einum grænum svo maður eigi ekki alltaf eftir að horfa á eitthvað sem fer voðalega í taugarnar á henni. Það má aldrei geyma að horfa á neitt þá verður hún dáldið pirruð. Finnst mér þetta óþolandi þar sem ég nenni ekki að hanga fyrir framan sjónvarpið daginn út og inn og reyndar er ég komin með hundleið á tölvunni líka.....verðlaust drasl sem virkar bara helming tímans og restin fer í að restarta.
Hmmmmm held ég sé búin að kvarta nóg núna og best að fara fram að hjálpa henni að setja restina af hlutunum á réttan stað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home