iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Jæja fór til læknisins í dag (fer 1 sinni í viku þessa dagana) og ætlaði nú varla að þora að fara þar sem ég gerði mig seka um að það misskilja hann seinast og hélt ég ætti að fara í blóðprufu á þriðjudaginn þegar ég átti í rauninni að fara til hans :P En ég kenni honum um þetta þar sem hann rétti mér tilvísunina í blóðprufuna og sagði á þriðjudag kl.10 !! Ég pældi mikið í því síðan hvenær maður þyrfti að panta tíma í blóðprufur! :) Algjör sauður. En allavega fékk ég annan tíma í dag og mætti mygluð eftir 1 klst svefn þar sem ég var hrædd um að sofa yfir mig. Og þar sem allt var í betra horfi en í langan tíma ákvað hann að láta mig fá eitt lyfjadraslið í viðbót og á ég að fara aftur í næstu viku. Vonandi verður allt í góðu lagi þá þar sem ég verð annars lögð inná á spítalann.
Ég veit að það er gífurlega spennandi að fylgjast með veikindaferli mínu en ég nú ekki um mikið annað að tala svo sem.
Hey jú litli bróðir minn er farinn til Jótlands í Lýðháskólann og aldrei að vita nema maður vinni í lottó og skelli sér í heimsókn og þá væri nú gaman að fara til Noregs í heimsókn til stóru systur og jafnvel yfir til Svíþjóðar að heimsækja frændssystkinin og systur hans pabba......hvers vegna ekki að halda þá áfram til Sviss og heimsækja hana Carrie vinkonu!! :) Jæja krossleggja fingurnar og vona eftir að lottó verði mér í hag um helgina!!! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home