Annars er það helst í fréttum að ég er að drepast í hægra eyranu. Verkur út um allt sko.
Búin að æla öllu sem ég reyndi að borða áðan og allt hálf ómögulegt.
Fór á The day after tomorrow í seinustu viku. Alveg frábær mynd.
Langar að flytja til Bandaríkjanna núna. Vill ekki vera föst á lítilli eyju þegar flóðbylgjurnar byrja að koma.
Annars ætlum við á Harry Potter í næstu viku. Ég er ótrúlegur Harry Potter aðdáandi!!! Á bækurnar á íslensku og báðar myndirnar sem hafa verið gefnar út á DVD. Gaf svo Öldu nokkur Harry Potter spil og nýt að sjálfsögðu þeirra réttinda að spila þau :P
Er að laga til í blogglistanum hérna til hliðar. Þið kíkið á það :)
Jæja farin núna....sól og æðislegt veður, ætla að bíða þar til byrjar að skína á svalirnar og þá verð ég eins og Símon og sleiki sólina í smástund :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home