Það hefur bara svo lítið verið að gerast í mínu lífi seinustu dagana.
Búin að losa mig við flest mín föt....passa ekki í þau lengur hvort eð er.
Passa samt í náttfötin mín sem ég er búin að eiga í 3 ár eða eitthvað....þau eru bara víð og komfý núna sko :)
Voru áður þröng og óþægileg.
Hey jú ein frétt!!!!!!!!!!!
Það var verið að bjóða mér til UK!!! Má fara hvenær sem ég vil í sumar......það væri rosa gaman að fara sko.
Er samt að pæla í þessu sko. Þetta er vinur minn í UK sem vill bjóða mér þangað til sín.
Þegar ég á auðveldara með að éta þá skelli ég mér kannski.
Annars var ég að fá nýja leiki í Gamecube og þeir eru rosa skemmtilegir.....verst að ég næstum aldrei spilað í þessari tölvu þar sem scart tengi rúlar þessa dagana. Er með 20-30 gamalt tv inni hjá mér og það er náttúrulega ekki neitt scart tengi á því, hryllilega leiðinlegt suð í því yfirleitt líka. Það dugir samt vel fyrir snes tölvuna. :)
Hópurinn er að fara að hittast á Reykjalundi 19 Maí. Verð að reyna að muna eftir myndavél til að smella á okkur. Allir búnir að breytast þvílíkt!!!!! Verður geggjað að hitta Rut aftur!!!! Ekki búin að sjá hana síðan í Mars!!!!! Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt af okkur.
Annars eru allir að reyna verða ófrískir í kringum mig....eða orðnir ófrískir......jæja ok ekki allir en nokkrir....
Mig langar í lítið kríli líka......Verð orðin 30 þegar ég má verða ófrísk :(
Finnst það hræðilegt.... Veit þetta er svo ekki neinn aldur en samt þegar það er fyrsta barn þá er það smá aldur.
Jæja hætti þessu röfli núna.
Gangi ykkur í haginn
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home