iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

laugardagur, apríl 10, 2004

Ég stóðst mátið til kl. 15:40 í dag og þá sendi ég Öldu sms og þegar hún sendi til baka þá hringdi ég í hana til að vekja hana nú alveg örugglega nógu tímalega!!!!!!! Það skal tekið fram að Alda var á næturvakt seinustu nótt og er farin aftur á næturvakt í kvöld.
Tímalega fyrir tónlistarmarkaðinn í perlunni!!!!!!!!!!!! Það tókst :) Ég vakti hana og nauðaði í henni þar til hún gafst upp og dreif sig af stað að ná í mig :) Ég er dekruð ég veit!!!!! Stundum fínt að vera prinsessa!!!

Ekkert smá mikið af fólki þarna!!! Alveg troðið!!!! Frekjan í fólki er líka með ólíkindum...ryðjast framfyrir og planta sér fyrir framan mann þegar maður er að skoða eitthvað og það versta af öllu.......taka seinasta eintakið af einhverju spennandi!!!!!!!!

Keypti nokkrar spólur 490 krónur stykkið. Takmarkið var að sjálfsögðu DVD myndir en engar spennandi myndir á verði sem maður réð við. Fannst líka frekar lítið úrval af DVD myndum og tölvuleikjum. Geisladiskarnir höfðuðu ekki neitt til mín í þetta skiptið.

Annars er annað mál á dagskrá og það er kattarnammi!!! Ótrúlegt hvað það er erfitt að nálgast það þessa dagana!!!!! Fórum í 5 búðir og engin átti kattarnammi...bara hundanammi. Eins og kettir séu ekki tiltölulega algengari en hundar hérna í borginni. Og þar að auki eru bara 5 tegundir eða eitthvað af nammi til á þessu blessaða landi. Yfir 50 tegundir til í USA!!!!!
Alda reyndi að lokum eina búð í viðbót uppí Grafarvogi og fann loksins smá kisunammi.

Matur! Ég borðaði kjötbollur í gær og í hádeginu í dag.......og í kvöld :P Þær fara ágætlega í mig. Fæ ekki neina verki að ráði .... og ástæðan fyrir að ég borða bara kjötbollur er einföld. Borða 2 littlar bollur og er pakksödd....einn lítill pakki af kjötfarsi gefur alveg 10 stk alla vega. Á ennþá 2 bollur eftir. Mamma stal 2 í gær!!! Held samt að ég fái mér eitthvað annað að borða næst.

Jæja búin að röfla nóg í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home