Reyndi svo að borða aðeins meira og gekk það aðeins betur en ég var búin með nokkra bita þegar verkurinn byrjaði að koma aftur þannig að ég gafst bara alveg upp. *sniff*
Prufaði svo að fá mér banana í kvöld, maukaðann að sjálfsögðu og það gekk eins og í sögu. Er alveg pakksödd núna og vona að það verði ekki eins sárt að borða á morgun.
Annars lenti ég í smá slysi um daginn.......fór í bíó á Dawn of the Dead
og hafði ágætt gaman af. Sá allavega ekki eftir peningnum og þessa mynd kaupi ég mér þegar hún kemur á DVD.
En allavega, þegar við vorum að fara, sem betur fer með þeim síðustu út, þá rak ég fótinn í eitthvað og steyptist framfyrir mig og lenti á sköflungnum og rétt náði að setja hendurnar framfyrir mig áður en veltan hélt áfram og fór ég kollhnís og endaði harkalega á bakinu og hausinn vísaði í suður og fætur í norður! Skammarlegt vægast sagt!!! *roðn*
Sneri mér tignarlega við (je ræt) og sat í sjokki í smástund og hugsaði ó guð saumarnir mega ekki hafa rifnað..... Fann engan gígantískan sársauka í maganum og var bara smá ringluð þannig að ég afþakkaði alla hjálp og reyndi að staulast á fætur. Var með brjálaðann verk í hægri fætinum, hnéinu, bakinu og hægri mjöðminni...
Þorði varla að fara að sofa þar sem ég hafði ennþá áhyggjur af saumunum en hér er ennþá þannig að það hefur allt haldið þarna inni. Er samt ennþá aðeins íllt í bakinu og marin á fætinum. Ef ég reyni að beygja mig og krjúpa þá gefur hægri löppin sig. Það verður komið í lag áður en ég gifti mig...býst ég við...
Ætli geisladiskamarkaðurinn sé opinn á morgun? Veit það einhver? eða yfir helgina? Langar rosalega að kíkja þangað.....ALDA HINT HINT!!!!!! *knús*
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home