Verð samt að segja að þetta lítur vel út sko. kannski maður breyti blogginu fljótlega :)
Mútta á afmæli næstu helgi og verður henni nú eitthvað aðeins komið á óvart :P Segi nú ekki meira ef hún skyldi nú sjá þessa færslu.
Annars held ég að littla gullið hann Símon sé að verða lasinn. Held hann sé að fá kvef. Hann er svo slappur littla greyið að það hálfa væri nóg. Hnerrandi og lítill í sér.
Fyndið með afmælisdaginn hennar múttu sko....Hún og ein af systrum hennar eiga nefnilega báðar afmæli á þessum degi. Akkurat eitt ár á milli þeirra. Og ekki nóg með það heldur á annar bróðir minn afmæli þennan dag líka :) Threesome!!!!
Ég veit ég er bara að röfla sko en það er allt í lagi.
Búin að klára Luigi's Mansion í GC og var þetta bara ágætisleikur. Held ég eigi eftir að spila hann aftur....fljótlega meira að segja.
hmmm jæja allt búið núna.
Salut
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home