iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

föstudagur, maí 23, 2003

OHHHHHHHHHHh þið trúið þessu ekki!!!!! Ég trúi því bara ekki :( Ég fór til tannlæknis í dag og hélt það ætti að hreinsa eða kíkja á hvort einhverjar agalegar skemmdir væru í felum EN NEI!!!!! Ég mæti og staðinn og sest í stólinn og hún segir jæja er þá ekki besta að taka annan endajaxl í dag! Þannig að núna er ég að drepast í efri kjálkanum þar sem endajaxlinn á móti hinum var tekinn, thank god að það er ekki jafnsárt en er nú samt nógu djö#$ sárt.
Anna pilluglaða mætt á svæðið eina ferðina enn! Kannski skrifa ég þá meira þar sem þetta er annar af uppáhaldsstöðunum meðan pillurnar byrja að virka....ef þið eruð forvitin með hver hinn staðurinn er þá giskið og ég læt ykkur svo vita hvort það sé rétt. Annars er ég eitthvað búin að vera að rembast í heroes of might and magic og gengur ekki nógu vel í þessu borði sem ég er í ennnnnnn ég vinn alltaf á endanum.....þoli ekki ókláraða leiki.
Mig langar svo geðveikt mikið í leik sem heitir knights and merchants en hann virðist ófáanlegur hérna, einhverjar hugmyndir hvert ég get leitað annað en í þessar helstu tölvuleikjaverslanir? Veit það er hægt að fá eintök á ebay en er að hugsa um staði á Íslandi.
Hey talandi um verslanir, ég hringdi í Nexus á þriðjudaginn og var að athuga hvort þeir ættu 3 bækur sem mig vantar (vanta og ekki vanta mig langar bara svo rosalega í þær :P) og þeir áttu þær ekki til EN ég bað hann að panta þær fyrir samt sem áður ( miklu ódýrara en hjá mál og menningu eða eymundsson) og u.þ.b 20 mín. seinna hringdi hann aftur og sagði að pöntunin væri komin í gegn og þær yrðu líklegast komnar á mánudag! Ég er náttúrulega gífurlega ánægð með fljóta þjónustu og gott verð og þar af leiðandi varð ég að taka þetta fram hérna. Og svo ég ennþá nákvæmari þá kostar ein af þessum bókum um 700 krónur hjá þeim en um 1400 krónur í báðum áðurtöldum bókaverslunum. Svo ég spara og þar af leiðandi get ég keypt meiri bækur!!!!!! :)
Annars er að koma smá júró fílingur í mig og mig hlakkar til að horfa á keppnina!!! Það er einstakt að mig hlakki til sko, horfði á 2000,1999,1997,1990,1988 og auðvitað 1986. Enda hefur mér fundist lögin sem við sendum frekar dauf og í það versta hræðilega léleg og ekki nokkrum manni bjóðandi að hlusta á.
Þó að Öldu systir hafi verið boðið í meira spennandi júró kvöld en vera með mér (sem er náttúrlega rosaskemmtilegur félagsskapur), þá hlakkar mig til, held nefnilega að Birgitta eigi eftir að gera það gott og vonandi (krossa putta) lendir hún í efstu 5 sætunum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home