Mig langar soldið á miðilsfundinn á morgun og í bíó en held ég verði að sleppa því vegna blankheita.
Fór til læknis í dag og er ennþá með þessa blessuðu sýkingu á fullu (þurfti reyndar ekki að fara til hans til að vita það) og fékk pensilín eina ferðina enn og einhver fleiri lyf. Ég er orðin svo stútfull af pensilíni að það er bara ekki fyndið, eins gott að maður verði ekki alvarlega veikur á næstunni þar sem ég er örugglega orðin ónæm á pensilín.
Fékk óvæntan pakka frá fyrrverandi tengdó í gær og sendi hún mér bol og sokka, rosalega næs af henni. Hef ekkert séð hana í langan tíma en talaði nú við hana rétt fyrir jól og var það frábært.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home