iv align="left"> (function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Anna Laufey

Hverjum er ekki sama!

þriðjudagur, maí 20, 2003

Við fengum geggjað veður á leiðinni norður og var komið við á gömlum og minningartengdum slóðum sem gerði það að verkum að núna hugsa ég bara um gamla kærasta og æskuástir og velti fyrir mér hvað ég sé búin að gera við líf mitt og afhverju ég gerði hlutina eins og ég gerði þá......gæti verið gift 2 - 4 barna sveitakona ef ég hefði spilað rétt úr spilunum!!!! Jæja við komum í Varmahlíð og þustum inní húsið að kíkja og þetta er ekkert smá hús!! Það er á 2 hæðum, 2 baðherbergi!!! (geggjað þegar það eru 3 kvk á sama stað), 4 svefnherbergi svo allir fengu sitt eigið, stór stofu borðstofa, vaskahús, geymsla að ógleymdum RISA stórum sólpalli og stórum heitapotti!!!!
Reyndar þegar við þustum inní húsið með frysti og kælivörur og ætluðum að láta í ísskápinn þá kom í ljós að það hafði verið slökkt á honum og frystirinn á floti og myglulykt, þurftum að byrja á að þrífa það. Reyndar fengum við ekki sól hina dagana en það var samt ágætlega hlýtt og ágætt veður og engin rigning.
Það var grillað og verð ég að segja að ég er frábær grillari :P rosagóður matur. Heiti potturinn var rosagóður líka og það var ég sem lét renna í hann þannig að það er mér að þakka >:)
Annars var yatsí og kani spilað óspart og er ég hér með komin með leið á því að spila..... í nokkra daga allavega.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home