Er oft að spjalla svona í huganum og alltaf að komin með eitthvað sem mig langar að blogga um en svo sest ég fyrir framan tölvuna og þá finnst mér oft að ég sé eiginlega búin að ræða málin og þurfi ekkert að vera blogga líka. Klikkuð ég veit.
Annars á pabbi minn fimmtugsafmæli núna í desember og ég er búin að kaupa gjöf handa honum en mig langar til að kaupa bók handa honum líka. Spurning hvaða bók ég ætti að finna. Held hann hefði áhuga á að fá bókina um Halldór Laxness þar sem hann á allt safnið en er ekki viss um ég ætti að gefa honum bók sem er í mörgum hlutum. Hvað finnst ykkur? Hann er mikill bókasafnari og kannski hafið þið einhverjar betri hugmyndir.
Búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér seinustu vikurnar, læknisskoðanir og ráðgjafar og ekki ennþá allt búið. Er síðan að fara á námskeið annað kvöld og er það næstu 5 vikurnar á mið.kvöldum. Get samt ekki sagt að mig hlakki til. Lét eiginlega pína mig til að fara og langar barasta ekki neitt til að fara. Eins gott að fá eitthvað gott útúr þessu og góða lífsreynslu. Orðin þreytt á leiðinlegum lífsreynslum.
Saumakvöld hjá okkur í kvöld og stefnan tekin á að klára jólateppið núna, þó fyrr hefði verið!! Á bara 5 eða 6 stk. eftir og svo bara hringinn og þá er það loksins búið!!! Seinasta saumakvöld kláraði ég bara 2 stk. þar sem síminn stoppaði bara ekki og ég alltaf að vesenast eitthvað. Það var svo gaman að Alda vinkona skyldi koma að ég var í essinu mínu og að rifna úr ánægju.
Talaði og talaði og tætti af mér brandarana og var hún ívíð glaðari þegar hún fór en þegar hún kom til okkar.
Nú krossa ég puttana og vona að hún láti sjá sig í kvöld!! Ég sendi henni sms núna til að minna hana á okkur :) voða erfið að pína greyið að koma. En hún hefur bara gott og gaman af því og ég líka :)
Annars ætlum við að skella okkur í jólakortagerð núna á næstunni og þá verða báðar Öldurnar píndar til að mæta og gera jólakort líka.
Ótrúlegt að jólin séu að koma einu sinni enn!! Nýliðin og strax komin aftur. Tíminn líður alltof hratt og ekki fræðilegur að fylgja straumnum þar sem hann berst svo hratt þessa dagana.
Stækkun í fjölskyldunni fyrir nokkrum dögum. Læða frænku minnar eignaðist 5 kettlinga og bíðum við Alda spenntar eftir að kettlingarnir opni augun og stækki aðeins svo við getum farið og kíkt á þá :) Mamman er hvít og eru 3 kettlingarnir hvítir líka, 1 svartur og hvítur og 1 hvítur með smá svörtu.
Held að við pínum múttu með og aldrei að vita hversu mikið þeir heilli hana MUHAHAHHAHAHA það er allavega stefnan sko >:)
Endilega notið svo spjallborðið á síðunni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home