Langt síðan síðast! Mikið búið að gerast!!
Byrjum á einhverju hmmmm sko fékk vin minn frá Bretlandi í heimsókn sem er ekki frásögufærandi nema að við erum búin að vera netvinir í 10 ár og aldrei hisst áður!
Þvílík spenna að bíða á flugvellinu og pælingar hvort hann væri eins í alvörunni og á netinu.
Flugið kom seint um kvöld þannig að það var brunað í íbúðina sem hann leigði og svo var bara farið að sofa fljótlega eftir það. Hann var rosalega þreyttur eftir flugið.
Byrjuðum daginn snemma þar sem við náðum í Öldu úr vinnunni og keyrðum hana heim og svo fórum við aftur í íbúðina og spjölluðum fullt og sáum að við vorum alveg eins og við héldum og ákváðum að kanna tilfinningar okkar aðeins heheheheh :P
Allavega það sem við gerðum meðan hann var hér var að fara á Geysi og Gullfoss sem btw ég hafði aldrei séð áður. Magnað alveg að vera þarna. Þaðan lá leiðin inná Stokkseyri að kíkja á Draugasetrið sem er geggjað kúl!!! Gargaði mínum fögru lungum á einum staðnum og fékk ég hláturskast frá nærliggjandi hópum í laun.
Perlan var skoðuð og fleiri staðir en þar sem heilsan var ekki uppá marga fiska gerðum við ekki allt sem okkur langaði til en náðum samt nærri hálfum listanum!
Ákváðum að fá okkur eins tattoo þar sem við bara urðum að hafa eignarmerki á hvort öðru :P
Held ég þurfi ekkert að útskýra meira hversu vel við náðum saman heheheh, en í lokin þá er ég að fara til London eftir 2 vikur til að hitta elskuna mína :)
Anna á kærasta! ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home