Er á Reykjalundi eins og er, hef það rosa flott hérna þó það sé verið að gera útaf við mig líkamlega. Æfingaprógrammið soldið stíft en öðruvísi byggir maður víst ekki upp styrk og vöðva!!
Byrja yfirleitt um 8 eða 9 og er næstum stanslaust fram að hádegi...nema einstaka sinnum :)
Svo er prógram eftir hádegi líka en er yfirleitt búin eftir kl.14 gönguna í öllu nema tölvutímunum sem eru 2 í viku!! Þessvegna get ég bloggað sko! Nenni því ekki heima. Hef annað við tímann að gera þar.
T.d. knúsa littlu ormana mína!!!! Mikki var soldið hræddur við mig fyrstu 3o mínúturnar sem ég var heima seinustu helgi....hljóp og faldi sig og horfði tortryggnum augum á mig. En svo fattaði hann að þetta var sko mamma hans og kom og knúsaði mig....var meira og minna í keleríi og sleik við hann alla helgina....ótrúlegt hvað hann getur framleitt mikla bleytu með littlu tungunni.
Hann sleikir alltaf á mér nefið sko...finnst það æðislegt...nartar stundum en ekkert rosafast.
Hann var alltaf að koma og knúsa mig..littla rassgatið :)
Símon hinsvegar var bara ánægður strax að sjá mig aftur og knúsaði mig kúrði hjá mér þegar hann gat. Var voða lúinn greyið og svaf mikið...var alltaf að reyna að reka mig uppí rúm að sofa....yndislegur alveg.
Annars fór ég á vigtina í morgun (það er verið að fylgjast með þyngdinni) og er ég búin að léttast um 2 kg þessa viku sem ég hef verið hérna. Bíð núna bara eftir að hjúkkan mín komi á vakt og skammi mig. Það er verið að reyna að fá vigtina til standa í stað.
Þeim að kenna að vera með svona létta málsverði á kvöldin....borða mig svo sem sadda en það er ekki miklar kaloríur í þessu...
Fer í Iðjuþjálfun á morgun...vonandi finn ég mér eitthvað æðislegt að gera!!! Ekki með neinar hugmyndir ennþá en sá samt soldið flotta lampa sem væri vert að kíkja á...aldrei að vita nema maður hafi einhverja leynda hæfileika þegar kemur að lampagerð!
Annars eru ekki nein skemmtileg pússl hérna núna.....búin að pússla það skemmtilegasta seinast þegar ég var hérna. Það er reyndar eitt Da Vince pússl en langar samt ekkert rosalega að gera það...sé til ef mér leiðist nógu mikið. Vantar ekkert smá mikið að fá fleiri pússl og ekki þá þessa leiðinlegu og 100 ára gömlu landslags og húsa pússl. Taj Mahal er flott en einhver húslengja í einhverri í borg í einhverju landi sem engin veit hvað er....það er GLATAÐ!!!!!!!
Skora á einhvern að senda mér flott pússl að pússla og ramma....allt í lagi þó persónan taki það aftur....ég hef gaman að pússla og persónan vill pússl á vegginn!!!! :P
Góður díll..snilld alveg....frábært...jæja tölvutíminn að verða búinn og ég ekki alveg búin að flakka á vefnum...hafið það gott.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home