Matur Matur Matur
Systur hennar mömmu komu í heimsókn og komu þær með matinn og drykkjarvörur! :)
Fínt matarboð sem maður þarf ekki að elda í sjálfur .
Við sáum nú samt um eftirréttinn og soleiðis!
Það var geggjaður piri piri kjúklingur(sterkur), salat, rosalega góðar kartöflur og hvítlauksbrauð.
Í desert vorum við með niðurskorna ávexti, léttjógúrt og útbjó ég rjómalíki (hollt og bragðast allt í lagi).
Og svo til að enda það á bragðgóðu nótunum þá útbjó Alda rosalega góðan rétt úr rjómaosti, salsa og osti og var það hitað og svo voru tortilla flögur til að dýfa ofan í það!!!
Frábært kvöld alveg!!! Var mikið spjallað og hlegið og var þetta í allastaði frábært!!!
Þurfum endilega að endurtaka þetta fljótlega aftur....látum alltaf líða of langt á milli.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home