Ég og Alda vorum að koma uppúr geymslunni þar sem við tókum allt út úr henni og fórum í gegnum hvern einn og einasta kassa!!! Ekkert smá mikið sem var hent og svo var öllu komið vel fyrir í kassa og sona. Búnar að vera þarna í nokkra klukkustundir!
Í gær fór ég í gegnum allan fataskápinn inni í herbergi hjá mér og það var ekkert smá vinna......Alda er með hluta af honum undir sitt drasl og ég fór líka í gegnum hennar drasl og henti fullt og setti fullt ofan í geymslu....fann líka ýmislegt sem ég vissi ekki að ég ætti :P
Núna er nóg pláss undir fullt af drasli í viðbót.
Ætlaði að ná í videó en ég er ekki viss um að ég hafi orku í það lengur....hálf dauð úr þreytu og mér er svo íllt í bakinu og fótunum að það hálfa væri nóg. Skítug upp fyrir haus líka.....
Sé til á eftir.....ef ég fæ einhverja góða hrollvekju þá er aldrei að vita nema ég dragnist af stað.
mi.is pósthólfið var troðfullt og var ég búin að fá 10 viðvaranir frá margmiðlun.....78 bréf og bara 20 draslbréf!!!!
Reyndar voru 30 frá einni manneskju sem er alltaf að senda mér hitt og þetta drasl, myndir, keðjubréf og eitthvað sona sem er fyndið einstöku sinnum.
Vona að ég fái einhvern alvöru póst fljótlega og að þeir sem reyndu að senda mér eitthvað en fengu það endursent plííííííssssssss sendið það aftur núna :)
BTW Sigrún!!! Ég get reddað þessu þarna fyrir þig....ekkert mál....man bara ekki passann og notendanafnið þitt!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home