Annars fæ ég nýjan herbergisfélaga á mánudaginn. Er ekkert svakalega ánægð enda var búið að tala um að ég fengi einstaklingsherbergi eða dagsjúkling sem herbergisfélaga en það hefði þýtt að ég svæfi ein þarna......Rosalega óþægilegt að fá eldri konu í herbergið og kannski vill hún vera búin að slökkva ljósin um 9 á kvöldin!!!!! Eða 10!!!!
Sakna þín Rut *grát* Sakna reyndar allra úr hópnum mínum *sniff* Það verður geggjað tómlegt þarna. Verð örugglega límd á vegginn eins og skuggi og læðist um og vona að enginn taki eftir mér.
Er að misþyrma tölvunni hennar Öldu systir núna, sem betur fer var hún komin með fartölvu þannig að ég er ekki alveg tölvulaus. Var hún að sýna mér nýjann leik í gær og hann virðist ekkert smá skemmtilegur. Það er hræðilegt að geta ekki spilað hann neitt að ráði. Slagsmál um tölvuna sko hehehehehehe hún vill líka leika sér í honum!!!
Annars er Símon minn hálf fúll útí mig...vill varla tala við mig þetta skrípi...hann er svo sár útí mig að fara burt svona lengi í einu og alltaf þegar hann er orðinn sáttur við mig þá fer ég aftur.
Jæja hætt þessu núna. Ætla að fara í göngutúr sem hefur ekkert annað takmark en að ganga!!! Var skömmuð fyrir að skrifa búðarferðina mína sem göngutúr.....keypti samt bara eina húfu!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home