Spurning hvað ég tek mér næst fyrir hendur....held ég klári klósettdótið sem ég var að búa til. Þetta er sko fyrir klósett en amerísk þannig að ég get ekki notað það á okkar en bet haft þetta sem veggmynd eða jafnvel dúk í staðinn.
Langar í svo margt að ég er að springa hreint út sagt!!! Er líka að fara í jólakortagerð þó það verði að bíða til mánaðarmóta eins og svo margt annað í þessu lífi.
Annars er ég ennþá að safna gömlu tölvudótadrasli ef þið viljið losa ykkur við eitthvað.. meira að segja pc leiki :) Finnst gömlu pc leikirnir alltaf með þeim bestu. Talandi um það, kann einhver þarna að fá geisladrif til að virka í dos-inu? Þegar ég slekk á windows og fer í dos þá segir tölvan að geisladrifið virki ekki. Er með leiki sem bara er hægt að spila þannig og það virkar ekki að nota Ms-dos-prompt. Verð að fara útúr windowsinu.
Jæja hætt þessu núna en munið að scrolla niður á síðunni til að kíkja á linkana sem ég setti og ef þið munið eftir einhverjum linkum sem eiga heima þarna látið mig endilega vita!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home