Tók aðeins til í herberginu mínu í dag og pakkaði hvorki meira en minna um 40 böngsum sem fara í geymsluna í bili þar sem það er bara ekkert pláss fyrir þá lengur....á mína 20 uppáhaldsbangsa sem ég vildi að færi betur um. Ok ok veit það er klikkað að eiga svona mikið að böngsum og vera orðin þetta gömul en hey ég safna þeim og þeir eiga allir sína sögu og eru tengdir fólki eða atburðum sem ég man eftir.
Tók líka stól útúr herberginu mínu sem var afrek í sjálfu sér þar sem ég er mjög tengd þessum stól og margar góðar minningar tengdar honum. Mér er alveg sama hversu ljótur hann er en það bara er bara ekki pláss í herberginu fyrir hann.
Finnst ég hafa afrekað mikið með að gera þetta þar sem ég er að drepast í höfðinu eins og ég sagði áðan.
Svo ég fari á skemmtilegri nótur.......hafið þið spilað Heroes of might and magic? Ef þið hafið gert það þá endilega segið mér númer hvað og hvernig ykkur finnst leikurinn og hvort þið vitið um fleiri svipaða leiki. Elska þennan leik í tætlur!!!!
Og bara svona smá innskot í viðbót.....eigið þið super nintendo leiki sem ykkur langar að losna við?
Held ég hætti núna áður en ég skrifa niður óskalista yfir það sem mig langar í :)
Hummmm vantar reyndar amerískt rúm og góðan sófa fyrir lítinn pening :P
Ég er farin góða nótt !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home