Annars eru þær að fara núna og raddirnar komnar í overdrive og allir tala í einu, ekki nóg að kveðja einu sinni heldur má það ekki vera minna en 5-6 sinnum og gramsað í öllum bókunum og fá lánað og....einu sinni enn bless, ótrúlegt alveg!!! Sem betur fer kom hún bara með stelpurnar 2 núna ekki strákana 2 líka, reyndar er 1 strákurinn orðinn 15-16 ára þannig að það fer nú ekki mikið fyrir honum en hin 3 eru þríburar.
SÁ KÖTTINN!!!! Hann er samt hálf slappur eitthvað og vill bara láta halda á sér :P
Annars langaði mig að láta alla vita að ein af mínum uppáhalds vinkonum á afmæli í dag og er 21!!!! Hún heitir Lilja og er vonandi ekki á móti því að ég tilkynni þetta hérna og setji link á bloggið hennar. Annars verð ég bara í vondum málum:Þ
Get ekki látið hana fá pakka í dag en hún veit þá bara að það bíði hennar oggupínsuponsulítið til að gleðja hjartað. Vonandi að maður sjái hana á morgun.
Jæja læt þetta duga í bili en það er aldrei að vita nema eitthvað áhugavert gerist svo ég verði að blogga aftur seinna í kvöld.
Annars segi ég over and out og munið að skrifa í gestbókina mína :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home